Fjárfesta stefna

Virkur langtímafjárfestir hérlendis og erlendis um árabil. Markmiðið er að skapa betra samfélag til framtíðar. Það er trú Aztiq að allir eigi rétt á lyfjum óháð efnahag. Aztiq vill að fjárfestingar betrumbæti samfélagið til hagsbóta fyrir alla.

Aztiq

Lyfja og heilsutengdar fjárfestingar

Aztiq hefur verið virkur langtímafjárfestir hérlendis og erlendis um árabil meðal annars í lyfjaiðnaði, fasteignum, heilsueflingu og íþrótta- og menningarauði. Fjárfestaákvarðanir Aztiq taka mið af gildum félagsins þar sem horft er til sjálfbærnis til lengri tíma litið. Markmiðið er að skapa betra samfélag til framtíðar.

Stjórnendur Aztiq hafa öðlast traust til að leiða stór fjárfestaverkefni vegna þekkingar sinnar og velgengni.

Félagið hyggur á frekari fjárfestingar hérlendis og erlendis sem og að stækka fjárfestahópinn sem nú þegar saman stendur af öflugum íslenskum og erlendum einstaklingum og alþjóðlegum fjárfestingarsjóðum.

Aztiq kemur að fjölbreyttum verkefnum og sér samhengi hlutanna. Aðaláhersla Aztiq eru í lyfja- og heilsutengdum fjárfestingum. Það er trú Aztiq að allir eigi rétt á lyfjum óháð efnahag.

Aztiq byggir upp vísindasamfélag sem leggur áherslu á að bæta heilsu fólks um allan heim. Aztiq velur að staðsetja hluta af vísindastarfsemi sinni á Íslandi til þess að leggja til samfélagsins, skapa efnahagslegan ávinning og byggja upp öflugt þekkingarsamfélag.

Aztiq fjárfestir einnig í vistvænum fasteignum og styður við menningarstarf.

Aztiq veit að gagnsæi er mikilvægur þáttur í fjárfestingum. Aztiq kemur hreint fram og gerir grein fyrir sínum fjárfestingum og eignarhaldi af heiðarleika.

Heilbrigð ávöxtun félaganna sem Aztiq fjárfestir í skiptir máli. En fjárfestingar eru ekki bara fjárfestingar. Aztiq vill að fjárfestingar betrumbæti samfélagið til hagsbóta fyrir alla.

Einkunnarorð Aztiq eru: Heilsa, framsýni og frumleiki.