Gildi Aztiq

Áhersla á að bæta heilsu og líðan fólks

Áhersla Aztiq í samfélagsábyrgð er að fjárfesting í lyfjum sé fjárfesting í heilsu og tengist það beint þróun samfélaga. Það er trú Aztiq að allir eigi rétt á lyfjum óháð efnahag.

Aztiq vill byggja upp vísindasamfélag sem leggur áherslu á að bæta heilsu og líðan fólks um allan heim. Með því stuðlar Aztiq að jafnari möguleikum fólks á aðgengi að hágæða lyfjum óháð efnahag eða stöðu. Aztiq fylgir heimsmarkmiði 3 sem felst meðal annars í því að auka aðgengi. Þekking og framsýni eru lykilatriði þegar kemur að slíkri framþróun.

Aztiq leggur áherslu á gagnsæja og opna upplýsingagjöf. Samstarf við hagsmunaaðila er mikilvægt fyrir Aztiq til að ná árangri í uppbyggingu þekkingarsköpunar. Samfélagið skiptir Aztiq einnig miklu máli og hagræn áhrif starfsemi félagsins samræmist heimsmarkmiði 8 um góða atvinnu og hagvöxt sem félagið fylgir einnig.

Aztiq hyggst byggja upp sterka og jákvæða ímynd með því að taka þátt í samfélagslega mikilvægum verkefnum og stuðla að framþróun í samfélaginu sem byggist á aukinni verðmætar- og þekkingarsköpun. Á þann hátt hefur starfsemin áhrif bæði á fjárhagslegan og samfélagslegan vöxt.

Aztiq er umhugað um umhverfismál og tekur tillit til þeirra þátta í starfi sínu. Félagið fylgir eftir heimsmarkmiði 12 um ábyrga neyslu og framleiðslu.

Það er mikilvægt fyrir Aztiq að gildi félagsins endurspeglist í mannauðnum. Félagið vinnur markvisst að því skapa gott vinnuumhverfi þar sem góð samskipti, fagmennska, jafnrétti, heilbrigði og heiðarleiki eru í fyrirrúmi.