ATP holding ehf.

Reykjavík að vetrarlagi

Fasteignafélag

Heldur utan um fjárfestingar Aztiq tengdum fasteignaverkefnum fyrir Alvotech

ATP Holding ehf. er fasteignafélag sem heldur utan um þau fasteignafélög sem Aztiq á og tengjast lyfjageiranum. Má þar nefna Fasteignafélagið Sæmund hf. sem byggði og á höfuðstöðvar Alvotech í Vísindagörðum Háskóla Íslands í Vatnsmýri og Fasteignafélagið Eyjólf ehf. sem fjármagnar og heldur utan um stækkun höfuðstöðva Alvotech í Vatnsmýri.

Að auki á ATP Holding ehf. félagið Lambhagavegur 7 ehf. sem á húsnæðið sem hýsir vöruhús Alvotech.

Hlutverk ATP Holding er að fjármagna fasteignaþörf Alvotech á Íslandi.

Myndband um viðbyggingu Alvotech

Fasteignafélagið Sæmundur hf.

Stofnað til að fjármagna uppbyggingu Alvotech og Alvogen

Fasteignafélagið Sæmundur hf. á húsnæði Alvotech við Sæmundargötu 15-19. Félagið var stofnað til að halda utan um og fjármagna byggingu fasteigna fyrir Alvotech á Íslandi. Upphaflega stóð til að Alvotech myndi reisa húsið en á þeim tíma var mikið frost á markaði og Alvotech því ekki tilbúið til að leggja í svo stóra fjárfestingu og vildi fremur einbeita sér að því að fjármagna þróun líftæknilyfja. Það var því hagstæðara fyrir Alvotech að gera langtíma leigusamning um eignina frekar en að binda eigið fé til byggingar á húsinu og var ákvörðunin tekin sameiginlega af hluthöfum Alvogen og Alvotech.

Höfuðstöðvar Alvotech í Vatnsmýri í Reykjavík

Aztiq stofnaði því Sæmund hf. og fjármagnaði byggingu höfuðstöðvanna meðal annars með lánum frá Arion banka. Framkvæmdir hófust 2013 á lóð í eigu Vísindagarða Háskóla Íslands en Sæmundur tók yfir lóðaleigusamninginn sem Alvogen hafði gert við Vísindagarða. Fyrirtækið greiðir í dag um 500 krónur í lóðaleigu á hvern fermetra.

Viðskiptamódel Vísindagarða byggir á því að leigja lóðir til fyrirtækja sem vilja byggja upp sína starfssemi á svæðinu. Fjármunir sem verða til af lóðaleigunni er síðan veittir til að byggja upp Vísindagarða og til að ná fram markmiðum þeirra um að verða tengslatorg nýsköpunar á Íslandi.

Höfuðstöðvar Alvotech voru opnaðar árið 2016. Þar er nú unnið að þróun og framleiðslu líftæknilyfja meðal annars lyfja sem notuð eru við meðferð á krabbameins- og gigtarsjúkdómum.

Þegar samningurinn við Vísindagarða var undirritaður bauð Reykjavíkurborg öllum þeim sem voru að byggja í Reykjavík og þurftu að greiða gatnagerðargjöld að skrifa undir skuldabréf vegna þeirra. Síðan þá hafa reglur borgarinnar breyst.

Árið 2021 voru öll félög í eigu Aztiq sem halda utan um fasteignaverkefni fyrir Alvotech færð undir félagið ATP Holding ehf., sem einnig er í eigu Aztiq. Var það gert til að hafa betri yfirsýn og umsjón með þessum fasteignaverkefnum.

Fasteignafélagið Eyjólfur ehf.

Fasteignafélagið Eyjólfur ehf. á og heldur utan um stækkun húsnæðis Alvotech við Sæmundargötu 15-19. Stækkunin nemur um 13.500 m² og fer nærri því að tvöfalda núverandi húsakynni Alvotech í Vatnsmýri.

Stækkun höfuðstöðva Alvotech í Vatnsmýri

Umsvif Alvotech fara ört vaxandi og því er nauðsynlegt að stækka húsnæði fyrirtækisins til að undirbúa framleiðslu og markaðssetningu líftæknilyfja. Í nýrri viðbyggingu við hátæknisetrið verður aðstaða fyrir rannsóknir líftæknilyfja, lyfjaframleiðslu, lyfjapökkun og lagerrými.

Viðbyggingin mun einnig styrkja samstarfið við Háskóla Íslands sem verður með aðstöðu fyrir meistaranám HÍ í iðnaðarlíftækni í húsinu. Þá eykur það möguleikann á að bjóða meistaranemum starfsnám innan fyrirtækisins.

Viðskiptamódel Vísindagarða byggir á því að leigja lóðir til fyrirtækja sem vilja byggja upp sína starfssemi á svæðinu. Fjármunir sem verða til af lóðaleigunni er síðan veittir til að byggja upp Vísindagarða og til að ná fram markmiðum þeirra um að verða tengslatorg nýsköpunar á Íslandi.

Fasteignafélagið Eyjólfur ehf. og Alverk undirrituðu samning um uppsteypu og frágang utanhúss vegna stækkunarinnar sumarið 2021.

Byggingin verður fjórar hæðir auk kjallara, alls 13.500 m². Áætlaður kostnaður við uppsteypu og frágang er rúmlega tveir milljarðar króna og heildarkostnaður viðbyggingarinnar er áætlaður ríflega sex milljarðar króna. Heildarfjárfesting vegna uppbyggingar Alvotech á Íslandi voru orðnar rúmlega 100 milljarðar króna í árslok 2020.

Öll fasteignaverkefni tengd lyfjageira undir einum hatti

Í september 2021 voru starfsmenn Alvotech um 700 frá 45 löndum. Flestir eru háskólamenntaðir sérfræðingar af öllum kynjum og rúmlega helmingur eru með meistara- eða doktorsgráðu.

Höfuðstöðvar Alvotech voru opnaðar árið 2016. Þar er unnið að þróun og framleiðslu líftæknilyfja meðal annars lyf sem notuð eru við meðferð á krabbameins- og gigtarsjúkdómu.

Árið 2021 voru öll félög í eigu Aztiq sem halda utan um fasteignaverkefni fyrir Alvotech færð undir félagið ATP Holding ehf., sem einnig er í eigu Aztiq. Var það gert til að hafa betri yfirsýn og umsjón með þessum fasteignaverkefnum.