Norwich

Lyfjaframleiðsla

Sterkur grunnur

Framleiðandi og deifingaraðili lyfseðilsskyldra- og lausasölulyfja

Norwich Pharma er framleiðandi og deifingaraðili lyfseðilsskyldra- og lausasölulyfja. Fyrirtækið byggir á sterkum grunni en það hefur verið starfrækt í um 130 ár og hefur á þeim tíma byggt um einstakt orðspor um áreiðanleika. Starfsfólk Norwich leitast við það á hverjum einasta degi að framleiða hágæðavöru, skila hagnaði og vera fyrsta val viðskiptavina.

Norwich nýtir nýstárlegar lausnir og er þekkt fyrir að afhenda gæðavöru sem uppfyllir ströngustu skilyrði. Til að ná þeim árangri notast Norwich við háþróaða tækni sem gerir það að verkum vöruframboð Norwich er áreiðanlegt. Norwich hefur fyrir margt löngu sannað að framleiðslan uppfyllir allar kröfur eftirlitsstofnana um allan heim með góðum árangri, þar á meðal FDA, EMA og ANVISA.

Norwich er dótturfélag Alvogen US. Alvogen er alþjóðalegt lyfjafyrirtæki sem leggur áherslu á þróun, framleiðslu og sölu samheitalyfja, lausasölulyfja og líftæknilyfja um allan heim. Markmið Alvogen er að auka aðgengi fólks um allan heim að hágæða lyfjum á lægra verði og bæta þannig líf og heilsu fólks um allan heim.

http://www.norwichpharma.com/