Verkefnastjóri fasteigna

Jón Viðar Guðjónsson

Stýrir m.a. uppbyggingu hátæknisetursins

Jón Viðar Guðjónsson

Samskipti í tengslum við uppbyggingu

Meðal verkefna Jóns Viðars er að stýra framkvæmdum við stækkun hátækniseturs Alvotech í Vatnsmýri.

Jón Viðar Guðjónsson er verkefnastjóri fasteigna hjá Aztiq.

Jón Viðar er með Bs.C próf í byggingatæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík. Á starfsferli sínum hefur hann aðallega unnið á sviði verkefna- og framkvæmdastjórnunar, hönnunarstjórnunar og umsjónar og eftirlits með verklegum framkvæmdum. Jón Viðar hefur undanfarin ár starfað hjá EFLU verkfræðistofu.

Meðal verkefna Jóns Viðars er að stýra framkvæmdum við stækkun hátækniseturs Alvotech í Vatnsmýri. Viðbyggingin verður um 13.500 fermetrar sem næstum tvöfaldar aðstöðu Alvotech í Vísindagörðum Háskóla Íslands í Vatnsmýri. Verklok eru áætluð í lok árs 2022.

Auk þess að stýra uppbyggingu hátæknisetursins ber Jón Viðar ábyrgð á samskiptum við verktaka og borgaryfirvöld í tengslum við uppbygginguna sem og önnur verkefni er lúta að fasteignaverkefnum Aztiq.