Aztiq Pharma
Robert Wessman

Róbert Wessman er stjórnarformaður og forstjóri Alvogen, auk þess sem hann er stofnandi og stjórnarformaður Alvotech. Róbert Wessman leiðir einnig fjárfestingahóp Aztiq.

Róbert markaði sér skýra stefnu snemma á starfsferlinum – að bæta líf fólks og auka aðgengi að lyfjum á viðráðanlegu verði. Með það að augnamið stofnaði og byggði hann og samstarfsfólk hans upp samheitalyfja- og líftæknilyfjafyrirtæki sem eru leiðandi á heimsvísu.

Róbert Wessman er uppalinn í Mosfellsbæ, þar sem hann naut hefðbundinnar íslenskrar barnæsku. Hann heillaðist snemma af bæði læknisfræði og viðskiptum og varð það síðarnefnda fyrir valinu þegar hann valdi sér námsbraut í háskóla. Hann útskrífaðist úr viðskiptafræði 1993 og hóf eftir þaðstörf hjá Samskip. Þar vann hann sig upp í stöðu framkvæmdastjóra starfseminnar í Þýskalandi.

Þegar Róbert var 29 ára eða árið 1998 ákvað hann að sameina ástríðu sína fyrir læknisfræði og viðskiptum. Hann flutti aftur til Íslands og varð framkvæmdastjóri Delta sem var lítið íslenskt lyfjafyrirtæki. Undir hans leiðsögn óx fyrirtækið hratt og varð að þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki heims undir nafninu Actavis.

Í starfi hans hjá Actavis styrktist sú sýn Róberts sað bæta aðgengi fólks um allan heim að lyfjum á viðráðanlegu verði. Í því skyni stofnaði hann, ásamt samstarfsfólki og fjárfestum, Aztiq árið 2009. Aztiq sérhæfir sig í fjárfestingum í lyfjaiðnaði og heilsutengdri starfsemi og miðast öll fjárfesting og uppbygging Aztiq við þessa sýn Róberts.

Róbert Wessman og teymi hans hafa alla götur síðanh aldið áfram á sömu braut og stofnað og byggt uppleiðandi fyrirtæki á sviði samheitalyfja og líftækni um allan heim með góðum árangri

Árið 2009, sama ár og Róbert Wessman stofnaði Aztiq stofnaði Róbert Wessman ásamt samstarfsaðilum og fjárfestum samheitalyfjafyrirtækið Alvogen.

Alvogen hefur hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar innan lyfjaiðnaðarins, þar á meðal verðlaun CPhI sem fyrirtæki ársins. Sem stjórnarformaður og forstjóri leiddi Róbert Wessman Alvogen frá litlu fyrirtæki sem framleiddi lyf fyrir aðra yfir í að vera eitt af 15 stærstu samheitalyfjafyritækjum heims, með starfsemi í 35 löndum.

Árið 2013 stofnaði Róbert líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech sem samtvinnar allt frá eigin rannsóknarstarfi til fullunninnar vöru, í hátæknisetri á heimsmælikvarða í Vatnsmýri. Alvotech er með sjö hliðstæðulyf í þróun sem verða markaðssett þegar einkaleyfi renna út.

Róbert deilir ástríðu fyrir vínum og vínrækt með unnustu sinni Ksenia Shakhmanova. Eftir áralanga leit fundu þau vínekruna Château de Saint-Cernin í Bergerac héraðinu á Suður-Frakklandi. Á The Château ekrunni hefur vín verið ræktað frá 12. öld og þar er nú að finna einstæða ræktarskika.

Með ástríðu þeirra fyrir framlagi til nærsamfélagsins, metnaðarfullri viðskiptaáætlun og skýrri framtíðarsýn fyrir vaxtarmöguleika [Château ekrunnar] hefur parið einsett sér að endurmóta og styrkja víngerðarsögu setursins. Með markaðssetningu „Wessman One“ kampavínsins, rauðvínsins „N°1 Saint-Cernin Rouge“ og hvítvínsins „N°1 Saint-Cernin Blanc“ geta allir notið afraksturs vinnusemi þeirra og alúðar.

Afrek Róbert Wessman hafa orðið til þess að hann hefur verið viðfangsefni þriggja viðskiptafræði rannsóknagreina:

  • Robert Wessman and the Actavis Winning Formula, gefin út í maí 2008.
  • Alvogen, gefin út í desember 2015
  • Alvogen – Scaling entrepreneurship, Ágúst 2018.