Fjárfestingafélag

Saga Aztiq

Lyfjaglas

Aztiq leggur höfuðáherslu á fjárfestingar í lyfja- og heilsutengdum iðnaði. Það er trú Aztiq að allir eigi rétt á lyfjum óháð efnahag. Aztiq vill byggja upp vísindasamfélag sem leggur áherslu á að bæta heilsu fólks um allan heim.

Róbert Wessman í stigagangi Alvotech

Tilgangur, vöxtur og þróun

Öflugur fjárfestahópur

Aztiq var stofnað í Svíþjóð 2009 með þann tilgang að skapa grundvöll fyrir félag sem einbeitir sér að fjárfestingum í lyfjageiranum. Höfuðstöðvar félagsins voru síðar fluttar til Lúxemborg þannig að hægt væri að fá fleiri alþjóðlega fjárfesta að borðinu enda aðaláherslan að fá fjármagn frá bandarískum og evrópskum fjárfestum. Aztiq stofnaði því svokallaðan SICAR (Société d’Investissement en Capital á Risque) sjóð í Lúxemborg fyrir framtaksfjárfestingar. Slíkir sjóðir heyra undir eftirliti fjármálaeftirlitsins þar í landi.

Í maí 2009 samdi Aztiq við Norwich Pharmaceuticals Industri sem var lítið lyfjafyrirtæki en átti stóra verksmiðju og framleiddi lyf fyrir aðra. Fyrirtækið var þá í eigu fjárfesta frá Sádi Arabíu og Jórdaníu. Markmið NPI var að umbreyta félaginu í alþjóðlegt samheitalyfjafyrirtæki en fyrirtækið var ekki með nein lyf í þróun. Aztiq var hins vegar með 21 lyf í þróun og úr varð að Aztiq keypti 30% í félaginu (í samvinnu við Cerovine) og var nafni félagsins breytt í Alvogen.

Alvogen er alþjóðlegt samheitalyfjafyrirtæki með áherslur á markaði í Asíu og í Bandaríkjunum.

Lyfjaframleiðsla
Mynd frá Alvogen

Árið 2012 stofnaði Aztiq líftæknihliðstæðulyfjafyrirtækið Alvotech ásamt eigendum Alvogen sem keyptu 30% hlut í félaginu. Árið 2019 seldi Alvogen félög sín í Mið- og Austur-Evrópu til Zentiva.

Árið 2019 stofnaði Aztiq fjárfestasjóðinn Aztiq Fund I. Sjóðurinn er ráðandi hluthafi í Alvotech sem og mikilvægur fjárfestir í Alvogen, móðurfélagi Almatica, Adalvo, Almaject og Lotus.

Frá stofnun sjóðsins hefur hann vaxið um 40% og hagnaður ársins 2020 var 35%. Miðað við gengi félaga sjóðsins má búast við áframhaldandi vexti sjóðsins á næstu misserum.

Auk fjárfestinga í lyfjageiranum hefur Aztiq fjárfest í ýmsum fasteignum. Meðal annars stendur Aztiq að fasteignafélaginu Eyjólfi ehf. sem heldur utan um stækkun verksmiðju Alvotech í Vatnsmýri og Fasteignafélagið Sæmund hf. sem fjármagnaði byggingu höfuðstöðva og verksmiðju Alvotech í Vatnsmýri. Þá á Aztiq félagið Lambhagaveg 7 ehf. sem á húsnæðið sem hýsir vöruhús Alvotech.

Aztiq saman stendur meðal annars af Aztiq Finance SCA, Alvogen Aztiq AB, Aztiq fjárfestingum ehf. og Aztiq Partners AB. Róbert Wessman leiðir hópinn. Meðal annarra stjórnenda og fjárfesta eru Jóhann G. Jóhannsson, Árni Harðarson og Divya Patel.

Hér er hægt að lesa um helstu fjárfestingar Aztiq í lyfjaiðnaðinum.

Þegar ég horfi til baka, þá var ég svo heppinn að vera hluti af frábæru teymi af afskaplega hæfileikaríku fólki

Róbert Wessman
Myndband um viðbyggingu Alvotech
Viðbygging Alvotech höfuðstöðva