Samfélagið

Aztiq stefnir að því að fjárfestingar félagsins betrum bæti samfélagið.

Í því skyni var meðal annars tekin ákvörðun um að byggja upp Alvogen og Alvotech í nánu samstarfi við Háskóla Íslands og hafa höfuðstöðvarnar í Vísindagörðum Háskólans í Vatnsmýri. Með því styrkir uppbygging fyrirtækjanna þekkingar- og vísindasamfélagið á Íslandi. Þá skila skattgreiðslur fyrirtækjanna auknu fjármagni í íslenskt efnahagskerfi til hagsbóta fyrir allan almenning á Íslandi.

Aztiq stefnir að því að taka þátt í UN Global Compact sem er alþjóðleg yfirlýsing sem fyrirtæki geta haft að leiðarljósi við innleiðingu ábyrgra starfshátta. Með þátttökunni skuldbinda fyrirtæki sig til að vinna að grundvallarviðmiðum Sameinuðu þjóðanna er varða samfélagslega ábyrgð. Aztiq hefur þegar hafið innleiðingu slíkra starfshátta.

Aztiq er stór hluthafi Þorpsins, vistfélags sem hefur það að markmiði að þróa og byggja hagkvæmar og vistvænar fasteignir til leigu eða sölu fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Við byggingu íbúðanna er mikil áhersla lögð á virka þátttöku íbúanna í samfélaginu, sérstaklega hvað varðar umhverfismál. Að auki gerir Þorpið fólki kleift að eignast þak yfir höfuðið án þess að þurfa að ráðstafa nær öllum framtíðartekjum sínum til margra áratuga í húsnæði.

Aztiq er kraftmikið, einstakt og framúrstefnulegt fjárfestingafélag. Markmið Aztiq er að sjá tækifæri í nýsköpun og þróun og fjárfesta til framtíðar. Aztiq vill bæta vísindastarf og efla heilsutengda þjónustu. Aztiq leggur áherslu á að vel sé hugað að starfsfólki og viðskiptavinum Aztiq og leggur áherslu á að koma vel fram.