Þátttaka Aztiq

Samfélags- þátttaka

Ýmis málefni

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, íþróttastarf, lesblinda

Astiq leggur ríka áherslu á að félög sem Aztiq fjárfestir í gefi til baka til samfélagins.

Róbert Wessman lagði ríka áherslu á að Alvotech yrði byggt upp á Íslandi, enda gefur það honum færi á að byggja upp þekkingu – ekki einungis fyrir Alvotech, heldur samfélagið í heild.

Þorpið er nýtt vistvænt smáíbúðahverfi í Gufunesi, byggt á þeirri hugmyndafræði að bjóða hagkvæma búsetu fyrir byrjendur á fasteignamarkaðinum. Aztiq er stolt af því að taka þátt í uppbyggingu þess hverfis í samstarfi við Reykjavíkurborg

Alvogen og Alvotech hafa verið stoltir styrktaraðilar Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) um árabil og styrkt fjölmörg verkefni á vegum samtakanna. Þar á meðal er stuðningur við COVAX verkefnið um bólusetningar við Covid-19 um allan heim.

Fyrirtæki Aztiq hafa um árabil verið stoltir styrktaraðilar KR.

„Það að hvetja til heilbrigðs lífstíls og sérstaklega að hvetja til íþróttaiðkunar ungs fólks fellur undir það markmið Alvotech að bæta heilsu og lífsgæði fólks.“

Róbert Wessman

Þá lá eigin barátta Róberts Wessman við lesblindu að baki því að Alvotech styrkti gerð heimildarmyndarinnar Lesblinda eftir tónlistarkonuna Sylvíu Erlu Melsted. Í myndinni eru m.a. birt viðtöl við sérfræðinga á sviði lesblindu auk reynslusagna af hindrunum og sigrum fólks með lesblindu.