Aztiq fjárfestingahópur

Samskiptastefna

Framsýnt, kraftmikið og framúrstefnulegt félag. Markmið Aztiq er að auka aðgengi fólks að lyfjum og bæta líðan og heilsu fólks um heim allan. Aztiq skal vera til fyrirmyndar í allri upplýsingagjöf og í samskiptum við hagaðila.

Róbert Wessman

Opin og heiðarleg samskipti

Aðgengilegar upplýsingar

Aztiq er langtímafjárfestir sem einbeitir sér að fjárfestingum á lyfjamarkaði, heilsutengdri starfssemi og samfélagslega mikilvægum fjárfestingum. Markmið félagsins er að auka aðgengi fólks að lyfjum og bæta líðan og heilsu fólks um heim allan.

Aztiq er framsýnt, kraftmikið og framúrstefnulegt félag. Aztiq skal vera til fyrirmyndar í allri upplýsingagjöf og í samskiptum við hagaðila. Markmið samskiptastefnu Aztiq er að tryggja skilvirk, heiðarleg og gagnsæ samskipti við alla helstu hagsmunaaðila félagsins þar með talið stjórnvöld, starfsfólk, fjárfesta og fjölmiðla og auka sýnileika félagsins.

Aztiq hvetur alla samstarfsaðila til að tileinka sér opin og heiðarleg samskipti.

Almennt
Aztiq einsetur sér að setja upplýsingar fram á skýran og gagnsæjan hátt. Við viljum að upplýsingar um starfssemina séu aðgengilegar og auðskiljanlegar og veiti fólki góða innsýn í starfssemi Aztiq og veiti skilning á hvaða ástæður liggja að baki þeim ákvörðunum sem við tökum.

Aztiq kemur upplýsingum um starfssemi á framfæri í gegnum vefsíðu sína, í samtölum, á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum eftir því hvað við á hverju sinni.

Starfsfólk
Við hvetjum starfsfólk Aztiq til hreinskiptinna samskipta innan fyrirtækis og utan. Aztiq stuðlar að heiðarlegum samskiptum á vinnustaðnum og starfsfólk sýnir hvort öðru virðingu.

Aztiq hefur frumkvæði að samskiptum við aðra og svarar öllum fyrirspurnum hratt og vel. Starfsfólk Aztiq velur sér jákvætt og uppbyggilegt orðfæri og viðhorf í sínum samskiptum. Starfsfólk kemur heiðarlega fram við aðra og sýnir virðingu og auðmýkt.

Fjárfestar
Aztiq vill að fjárfestingar félagsins betrum bæti samfélagið. Við leggjum áherslu á gagnsæja og opna upplýsingagjöf. Aztiq kemur hreint fram og gerir grein fyrir sínum fjárfestingum og eignarhaldi.

Aztiq vill tryggja djúpan skilning allra á rekstri og árangri fyrirtækisins. Við leggjum okkur fram um að skýra stefnu og framtíðarsýn Aztiq, áskoranir og tækifæri.

Aztiq miðlar upplýsingum úr rekstri félagsins til samstarfsfólks og samstarfsaðila eins fljótt og mögulegt er.

Fjölmiðlar
Aztiq hvetur til umfjöllunar um félagið og veitir fjölmiðlum alla þá aðstoð og hjálp sem þeir þurfa. Við svörum öllum fyrirspurnum sem berast að því marki sem félaginu er heimilt.

Aztiq stefnir að því að segja frá starfsemi félagsins og félaga í eigu Aztiq á vefsíðu sinni og eftir atvikum senda fréttatilkynningar þess efnis til fjölmiðla. Þetta gætu verið til dæmis frásagnir af framþróun og nýjungum, af verkefnum félagsins, af starfsfólki þess eða þátttöku Aztiq í samfélags- og/eða félagslega mikilvægum verkefnum.

Aztiq fer í einu og öllu eftir gildandi lögum um persónuvernd og upplýsingamiðlun.