Vistfélag

Þorpið

Vistfélags með það að markmiði að þróa og byggja hagkvæmar og vistvænar fasteignir.

Aztiq er stór hluthafi Þorpsins, vistfélags sem hefur það markmið að þróa og byggja hagkvæmar og vistvænar fasteignir til leigu eða sölu fyrir einstaklinga og fyrirtæki.

Tilgangur verkefnisins er að finna byggingarlausnir, sem gera fólki kleift að eignast þak yfir höfuðið án þess að þurfa að ráðstafa nær öllum framtíðartekjum sínum til margra áratuga í húsnæði.

Eitt af verkefnum Þorpsins er ný byggð í Gufunesi, íbúðir byggðar með það sjónarmið að bjóða upp á hagkvæmt úrræði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Mikil áhersla verður lögð á virka íbúaþátttöku í samfélaginu, sérstaklega hvað varðar umhverfismál. Göngustígar tengja saman garða og torg, þar sem aðgengi allra er tryggt. Leikvöllur, garðrými og matjurtagarðar munu setja svip sinn á þetta framúrstefnulega hverfi, ásamt glæsilegu útsýni yfir Geldinganes og Viðey.

Þátttaka íbúa í samfélaginu er strax farin að sýna sig, en í mars 2021 var efnt til keppni um tillögur að nöfnum fyrir húsin fimm. Hugmyndin sem bar sigur úr býti var „nöfn eftir norrænum gyðjum“. Húsin heita því Eirarhús, Friggjarhús, Freyjuhús, Nönnuhús og Sifjarhús.

Önnur verkefni Þorpsins

Ólíkt byggingunum í Gufunesi, sem höfða til ungs fólks sem er að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaði, vinnur Þorpið vistfélag einnig að uppbyggingu á Bræðraborgarstíg 1-3 í Reykjavík. Þar á að bjóða upp á húsnæði fyrir eldri konur, sem kjósa að búa einar, með möguleika á að nota ýmis sameiginleg rými, þar sem félagsskapur er í boði frá öðrum konum sem hafa sömu lífsgildi. Verkefnið nefnist „Baba Yaga-systrahús“ og er hugmyndin dregin frá kjarnasamfélögum í París. Í Baba Yaga systrahúsinu verður sjálfbærni og samstaða einnig höfð í fyrirrúmi, líkt og í Gufunesi.

www.thorpidvistfelagg.is