Sérstaða okkar
Kjarninn í fjárfestingarstefnu Aztiq snýst um að bæta aðgengi fólks um allan heim að lyfjum á viðráðanlegu verði. Ef það er til meðferð, þá teljum við að hún eigi að vera í boði fyrir öll þau sem þarfnast hennar. Þó við séum sérfræðingar í flóknum viðskiptum þá er okkar meginmarkmið einfalt - að bæta líf og heilsu fólks um allan heim.
Hvers vegna Aztiq?
Aztiq samanstendur af hópi reynslumikilla og samstilltra einstaklinga sem hafa í gegnum árin byggt upp fjölmörg alþjóðleg stórfyrirtæki og samstæður.
Við eigum auðvelt með að setja okkur í spor stjórnenda og vitum hvað þarf að gera til að flýta fyrir vexti, hámarka arðsemi og skapa verðmæti til framtíðar.
Virðisaukandi fjárfestingarnálgun Aztiq byggir á víðtækri reynslu okkar og fyrri árangri
Öflun nýrra tækifæra
Víðfemt tengslanet og löng reynsla af gerð alþjóðlegra samninga auðveldar okkur að finna ný vaxtartækifæri.
Innleiðing bestu fjármögnunarleiða
Við veljum leiðir til fjármögnunar sem lágmarka fjármagnskostnað og viðhalda verðmæti hluta núverandi eigenda án þess að leiða til þynningar.
Samningagerð og framkvæmd
Reynsla okkar tryggir hagfelldustu niðurstöðu fyrir samningsaðila og gefur bæði kaupendum og seljendum meiri vissu um útkomuna.
Útgönguleiðir fyrir fjárfesta
Við búum yfir langri reynslu í að ná bestu ávöxtun úr fjárfestingum, hvort heldur sem er með samruna, skráningu á hlutabréfamarkað eða beinni sölu
Mótun stefnu á verðbréfamörkuðum
Við veitum ráðgjöf um hegðun á verðbréfamörkuðum, byggða á djúpri þekkingu á markaðsumhverfinu, í því skyni að auka sýnileika fyrirtækja og hámarka verðmæti.
Sértæk rekstrarráðgjöf
Á grundvelli víðtækrar reynslu, getum við veitt sértæka ráðgjöf fyrir hverja fjárfestingu og stuðning til að ná fram hagkvæmni í rekstri.
Sjálfbærni (UFS/ESG)
Við styðjum við frumkvæði fyrirtækja sem vinna að því að ná betri árangri í umhverfismálum, samfélagsábyrgð og stjórnarháttum, til hagsbóta fyrir alla hagaðila.
Róbert Wessman„Við erum sífellt að byggja upp öflugt samstarf, auka hæfni, sérsníða lausnir og bæta lífsgæði. Við erum stolt af því sem við höfum afrekað og hlökkum til að fá tækifæri til að gera meira.“
Samanlögð reynsla Aztiq teymisins í tölum
- 100 +
- Yfir 100 ára reynsla innan fjárfestingar-, heilbrigðis og lyfjageirans
- 50 +
- Yfir 50 viðskiptasamningar
- 10 ma
- 10 milljarða US dala virði framkvæmdra fjárfestinga
- 1,000 +
- Meira en 1.000 samstarfssamningar
Leiðarljós
Aztiq er byggt á ákveðnum gildum sem stýra því hvernig við nálgumst fjárfestingar, leiðum rekstrarverkefni okkar og móta í raun skilgreiningar okkar á hvað felst í árangri.
Sýn
Við hugsum stórt og sækjum orku í metnaðarfull markmið. Við leitum uppi samstarfsaðila sem deila okkar nálgun.
Lipurð
Við metum mikilvægi hraða og sveigjanleika og nálgumst öll okkar samstarfsverkefni með sameiginlegri sýn á kappsemi og hugkvæmni.
Sköpun
Við leggjum til skapandi hugsun þegar kemur að uppbyggingu fyrirtækja sem breytt geta lífi fólks og við látum ekki eldri nálganir eða íhaldsamar venjur halda aftur af okkur.
Samvinna
Við höfum byggt upp skilvirkt teymi með djúpstæða þekkingu og fjölbreytta hæfileika. Við vitum að náin samvinna með samstarfsaðilum eykur traust og stuðlar að jákvæðri niðurstöðu.
Aðgerðir
Við störfum með hugarfari frumkvöðla. Um leið byggjum við á áratuga rekstrarreynslu. Þetta einstaka samspil hjálpar okkur að byggja upp viðskiptasambönd sem láta gott af sér leiða.
Okkar nálgun
Það er ekki til nein ein rétt nálgun að viðfangsefnum. Þetta hefur áratuga reynsla á sviði lyfja- og líftækniiðnaðar kennt okkur. Framfarir krefjast þess að hugsa lengra fram í tímann og út fyrir kassann. Við lítum á hvert mögulegt samstarf sem einstakt og treystum á víðtæka reynslu okkar fólks til að velja bestu nálgunina varðandi okkar aðkomu í hvert sinn.
- Fagsviðsáherslur
Heilbrigðisþjónusta, sér í lagi á sóknarfæri í lyfja- og líftækniiðnaði
- Staðsetningar
Við horfum til heimsins alls í leit að réttu tækifærunum, óháð staðsetningu
- Áhrif
Við leitum að fólki sem er jafn ástríðufullt og við þegar kemur að því að bæta líf sjúklinga og efla heilbrigðiskerfi heimsins
- Fjárfestingarkostir
Við erum sveigjanleg í fjárfestingum og getum sérsniðið nálgun okkar að þörfum hvers samstarfsaðila