Við fjárfestum ítengjumststýrumstörfum meðleiðbeinum

fyrirtækjum til þess að virkja sjálfbær langtíma verðmæti og stuðla að jákvæðum breytingum fyrir sjúklinga og heilbrigðiskerfi heimsins.

Sérstaða okkar

Aztiq er hópur fjárfesta sem vinnur með markmiðadrifnum fyrirtækjum á sviði lyfja- og líftækniiðnaðar. Fyrirtækja sem eru staðráðin í að bæta líf og heilsu fólks um allan heim. Áratuga reynsla okkar í heilbrigðis- og lyfjaþjónustu og sveigjanleg nálgun gerir okkur kleift að einblína á áþreifanlegar lausnir meðan samstarfsaðilar okkar einblína á vöxt.

  • Reynsla

    Við erum þaulreyndir frumkvöðlar og rekstraraðilar og þekkjum vel til lyfjageirans. Samanlögð reynsla okkar af öllum sviðum lyfja- og líftækniiðnaðar telur meira en hundrað ár. Stjórnendateymi okkar býr því yfir djúpri þekkingu sem stuðlar að trausti, flýtir framþróun og skilar árangri.

  • Sérhæfing

    Áhersla okkar er alfarið á heilbrigðisþjónustu – sér í lagi í lyfja- og líftækniiðnaði. Það gerir okkur kleift að einbeita okkur að því að veita sérhæfða ráðgjöf með það að markmiði að örva vöxt í gegnum sérhverja nýja áskorun og sóknarfæri. Við erum ástríðufull fyrir því að koma á jákvæðum breytingum í heilbrigðisþjónustu og ná þannig árangri fyrir samstarfsaðila okkar.

  • Sveigjanleiki

    Við nálgumst sérhvert samstarf með opnum huga og eftirvæntingu yfir því að finna lausnir í sameiningu. Það gerir okkur kleift að sérsníða sérhverja fjárfestingu frá einstöku sjónarhorni. Þá býður það upp á sveigjanleika sem skilar réttu samspili fjármagns, stjórnunarþekkingar og stuðnings og stuðlar að árangri samstarfsaðila okkar.

Samanlögð reynsla fjárfestingarteymis okkar

100 +
Yfir 100 ára reynsla innan fjárfestingar-, heilbrigðis og lyfjageirans
50 +
Yfir 50 viðskiptasamningar
10 ma
10 milljarða US dala virði framkvæmdra fjárfestinga
1000 +
Meira en 1,000 samstarfssamningar

Leiðarljós

Aztiq er byggt á ákveðnum gildum sem stýra því hvernig við nálgumst fjárfestingar, leiðum rekstrarverkefni okkar og móta í raun skilgreiningar okkar á hvað felst í árangri.

Sýn

Við hugsum stórt og sækjum orku í metnaðarfull markmið. Við leitum uppi samstarfsaðila sem deila okkar nálgun.

Lipurð

Við metum mikilvægi hraða og sveigjanleika og nálgumst öll okkar samstarfsverkefni með sameiginlegri sýn á kappsemi og hugkvæmni.

Sköpun

Við leggjum til skapandi hugsun þegar kemur að uppbyggingu fyrirtækja sem breytt geta lífi fólks og við látum ekki eldri nálganir eða íhaldsamar venjur halda aftur af okkur.

Samvinna

Við höfum byggt upp skilvirkt teymi með djúpstæða þekkingu og fjölbreytta hæfileika. Við vitum að náin samvinna með samstarfsaðilum eykur traust og stuðlar að jákvæðri niðurstöðu.

Aðgerðir

Við störfum með hugarfari frumkvöðla. Um leið byggjum við á áratuga rekstrarreynslu. Þetta einstaka samspil hjálpar okkur að byggja upp viðskiptasambönd sem láta gott af sér leiða.

Við störfum með fólki um allan heim – fólki sem deilir okkar metnaði og ástríðu.

Við hvikum hvergi í áherslu okkar á vöxt þeirra og árangur.

Reynsla. Sérhæfing. Sveigjanleiki.

„Hlutverk fjárfestinga ætti að vera að skapa umhverfi fyrir vöxt. Reynslan gerir okkur kleift að sníða okkar þátttöku þannig að hún styðji sem best við metnaðarfulla stjórnendur.“

Kynnstu fólkinu okkar

Aztiq í tölum

13
ár í rekstri
5
núverandi fjárfestingar
1,5
milljarða US dala fjárfestingar til þessa
2730
starfsmenn um allan heim