Adalvo framlengir stefnumótandi samstarf sitt við Bioventure

Lyfin eru ætlaðar til meðferðar við margvíslegum sjúkdómum eins og krabbameini og þvagfærasýkingu.

Adalvo hefur framlengt stefnumótandi samstarf sitt við Bioventure, dótturfyrirtæki Healthcare Division Yas Holding, og undirritað leyfissamning fyrir lyfin í Miðausturlöndum og Norður-Afríku.

Með samstarfinu er Adalvo fært um að bjóða yfir 30 vörur innan svæðisins sem stækkar umfang Adalvo þar.

Við erum spennt að framlengja stefnumótandi samstarf okkar við Bioventure. Bioventure hefur frá upphafi stutt við bakið á Adalvo og þetta langvarandi samstarf er lykillinn að því að styrkja viðskiptalega viðveru okkar um allan heim. Við hlökkum til að vinna með Bioventure og koma nauðsynlegum lyfjum til sjúklinga í neyð.

Anil Okay, forstjóri Adalvo

Adalvo gerir ráð fyrir að halda áfram að styrkja stöðu sína á þessum markaði og í samvinnu við samstarfsaðila veita sjúklingum hágæða og hagkvæma lyfjavalkosti.

Við hlökkum til að stuðla að vellíðan sjúklinga og auka fjölbreytni og hagkvæmni nauðsynlegra hágæða meðferða í samtarfi við Adalvo.

Ashraf Radwan, forstjóri heilbrigðissviðs Yas Holding

Nánari upplýsingar má finna á ensku á heimasíðu Adalvo.