Almaject

Hágæða samheitalyf í vinnslu

Hágæða samheitalyf

Þróun, kaup og sala samheita stungulyfja fyrir sjúkrahús, heilsugæslur og smásölur á Bandaríkjamarkaði.

Almaject er lyfjafyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun, kaupum og sölu samheita stungulyfja fyrir sjúkrahús, heilsugæslu og smásölu á Bandaríkjamarkaði. Lyfjasafn fyrirtækisins samanstendur af hágæða samheitalyfjum sem uppfylla ströngustu kröfur til hagsbóta fyrir viðskiptavini sína. Þar á meðal eru flókin stungulyf sem þarfnast sérhæfinga, langverkandi lyf sem og peptíð bundin lyf. Almaject stefnir á að verða leiðandi á sínu sviði í Bandaríkjunum. Það gerir fyrirtækið með áframhaldandi markaðssetningu og sölu slíkra lyfja sem og með starfsmannamenningu sem leggur áherslu á markmiðasetningu, frammistöðu og samheldni starfsfólks.

Almaject er að fullu í eigu Alvogen US. Alvogen er alþjóðalegt lyfjafyrirtæki sem leggur áherslu á þróun, framleiðslu og sölu samheitalyfja, lausasölulyfja og líftæknilyfja um allan heim. Markmið Alvogen er að auka aðgengi fólks um allan heim að hágæða lyfjum á lægra verði og bæta þannig líf og heilsu fólks um allan heim.

https://www.almaject.com/about-us