Adalvo kaupir sitt fyrsta vörumerki, Onsolis®
Adalvo hefur samið um kaup á vörumerkinu Onsolis®. Þetta er fyrsta vörumerkið sem Adalvo kaupir.
Onsolis® er ópíóða verkjalyf og er notað til að meðhöndla viðvarandi verki hjá krabbameinssjúklingum sem þegar hafa fengið og þola ópíóíðameðferð við undirliggjandi krabbameinsverkjum. Adalvo verður eini eigandi vörumerkisins og öðlast fullan rétt á vörunni. Þá tekur Adalvo yfir öll núverandi viðskipti og markaðsleyfi á heimsvísu, þar á meðal í Bandaríkjunum. Onsolis® er selt í nokkrum ESB löndum og í Taívan.
Anyl Okay, forstjóri AdalvoÞessi kaup ryðja brautina fyrir þær breytingar sem eru í farvatninu hjá Adalvo. Þetta eru spennandi tímamót og við erum full eftirvæntingar að halda áfram á þessari braut og styrkja þannig stöðu okkar sem öflugur alþjóðlegur samstarfsaðili.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Adalvo.