Adalvo og Actor Pharmaceuticals undirrita einkaleyfissamning um sölu á lyfjum í Ástralíu

Adalvo hefur tilkynnt að hafa gengið til samstarfs við ástralska fyrirtækið Actor Pharmaceuticals um sölu og markaðssetningu nokkurra lyfjategunda í Ástralíu.

Samstarfssamningurinn samanstendur af átta lyfjum meðal annars ADHD lyfjum, krabbameinslyfjum og lyfjum við ýmsum hjarta- og æðasjúkdómum. Samanlögð árleg sala á ástralska markaðnum á þeim lyfjum sem samningurinn nær til er meira en 370 milljónir Bandaríkjadala.

Nánari upplýsingar á ensku má finna á heimasíðu Adalvo.