Adalvo og Hikma undirrita einkaleyfissamning
Adalvo hefur tilkynnt að hafa undirritað einkaleyfissamning við Hikma Pharmaceuticals PLC (Hikma), fjölþjóðlegt lyfjafyrirtæki um sölu á nefúða sem ætlað er til meðferðar á ofnæmiskvefi eins og t.d. frjókornaofnæmi.
Slíkt ofnæmi er einn helsti öndunarfærasjúkdómurinn í heiminum í dag.
Samningur við Hikma stækkar markaðssvæði Adalvo í Mið-Austurlöndum og í norðanverðri Afríku. Lyfið kemur til með að hjálpa fleiri sjúklingum að stjórna einkennum öndunarfærasjúkdóma með þeim kostum að verkun hefst hraðar og aukaverkanir eru minni.
Nánari upplýsingar má lesa á ensku á heimasíðu Adalvo.