Adalvo og STADA framlengja stefnumótandi samstarf
Adalvo og STADA hafa framlengt stefnumótandi samstarf sitt með því að undirrita nýlega leyfissamninga fyrir fimm lyf til viðbótar.
Samningarnir veita STADA viðskiptaréttindi á lyfjum innan Evrópu sem meðal annars eru notuð í krabbameinslækningum og við sykursýki
Anil Okay, forstjóri AdalvoNýju samningarnir sýna mikilvægi þess stefnumótandi samstarfs sem við höfum byggt upp við STADA á síðustu tveimur árum. Við leggjum metnað okkar í að breyta lífi fólks með því að koma hágæða lyfjum á markað ásamt samstarfsaðila okkar.
Yann Brun, yfirmaður alþjóðlegrar þróunar, eignasafns, eftirlits- og viðskiptaþróunar/leyfis hjá STADAÞað er lykilatriði fyrir Stada að vinna náið með eins traustum samstarfsaðila og Adalvo í þeirri skuldbindingu STADA að sinna heilsu fólks með því að útvega sérlyf, almenn lyf og neytendalyf.
Nánari upplýsingar má finna á ensku á heimasíðu Adalvo.