Alvogen og HSÍ

Samkomulag

Efling, fræðsla og framtíðin

Handknattleikssamband Íslands og lyfjafyrirtækið Alvogen skrifuðu undir samkomulag þess efnis að Alvogen verður einn af aðalstyrktaraðilum HSÍ árið 2019. Alvogen var því með auglýsingu sína framan á treyjum allra landsliða Íslands í handbolta. Jafnframt kemur fyrirtækið að eflingu yngri landsliða með fræðslu og útbreiðslu í framtíðinni og þannig efla afreksfólk framtíðarinnar hjá HSÍ.

“Stuðningur frá íslensku atvinnulífi við HSÍ er ómetanlegur og það að Alvogen tengi vörumerki sitt við HSÍ er viðurkenning á því góða starfi sem HSÍ sinnir fyrir handknattleiksfólk á öllum aldri. Handknattleikssambandið er stolt af því að fá Alvogen í hóp sterkra bakhjarla hjá sambandinu og er markmið okkar með samstarfi við Alvogen að tengja HSÍ og Alvogen enn frekar saman og vinna vel í sameiningu að framþróun íslenska handboltans á næstu árum. HSÍ lýsir yfir ánægju sinni með þennan samning og vonast til þess að eiga gott samstarf við Alvogen í framtíðinni.” segir Guðmundur B. Ólafsson formaður HSÍ.

Alvogen er alþjóðlegt lyfjafyrirtæki með starfsemi í 35 löndum og evrópskar höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í hátæknisetri systurfyrirtækjanna Alvogen og Alvotech innan Vísindagarða Háskóla Íslands. Róbert Wessman er forstjóri Alvogen.

Róbert Wessman forstjóri Alvogen segir ánægjulegt að fá tækifæri til að styðja við íslenskan handknattleik. „Framundan eru spennandi tímar fyrir öll landslið Íslands og við hlökkum til samstarfsins á næstu árum.“

Róbert Wessman og Róbert Geir Gíslason
Frá undirritun samnings Alvogen og HSÍ, Róbert Wessmann forstjóri Alvogen og Róbert Geir Gíslason framkvæmdarstjóri HSÍ