Róbert Wessman tekur við forstjórastöðu Alvotech

Alvotech gerir breytingar á yfirstjórn fyrirtækisins

-Hafrún Friðriksdóttir, sem áður var framkvæmdastjóri alþjóðlegra rannsókna og þróunar fyrir lyfjafyrirtækið Teva, tekur við sem framkvæmdastjóri rekstrar
-Mark Levick, forstjóri hefur ákveðið að biðjast lausnar.
-Róbert Wessman, stjórnarformaður og stofnandi, tekur við stöðu forstjóra

Breytingarnar taka gildi 1. janúar n.k.

Hafrún Friðriksdóttir tekur við sem framkvæmdastjóri rekstrar

Alvotech (NASDAQ: ALVO) tilkynnti í dag breytingar á yfirstjórn fyrirtækisins. Mark Levick, forstjóri hefur ákveðið að biðjast lausnar og Róbert Wessman, starfandi stjórnaformaður og stofnandi tekur við stöðu forstjóra. Hafrún Friðriksdóttir, sem áður var framkvæmdastjóri alþjóðlegra rannsókna og þróunar fyrir Teva, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri rekstrar. Breytingarnar taka gildi 1. janúar n.k.

Við höldum áfram að laga Alvotech að örum vexti, þar sem við höfum færst af stigi þróunar, rannsókna og fjárfestingar í aðstöðu, yfir í lyfjaframleiðslu og erum að auka framleiðslugetu til að geta þjónað mörgum alþjóðlegum mörkuðum samhliða. Það er mér sérstök ánægja að bjóða Hafrúnu velkomna í Alvotech teymið. Hún hefur getið sér gott orð í lyfjaiðnaðinum fyrir einstaka forystuhæfileika. Ég vil einnig þakka Mark fyrir framlag hans til Alvotech á þessu vaxtarskeiði og ánægður að við fáum að njóta áfram þekkingar hans, þar sem hann hefur samþykkt að leiða vísindaráð félagsins.

Róbert Wessman, stofnandi og starfandi stjórnarformaður Alvotech.

Róbert Wessman mun gegna stöðu forstjóra Alvotech, samhliða núverandi stjórnarformannshlutverki. Róbert stofnaði Alvotech árið 2013 og hefur verið stjórnarformaður frá árinu 2019. Róbert var forstjóri Actavis, sem undir hans stjórn varð að einu stærsta samheitalyfjafyrirtæki heims. Að því búnu stofnaði hann Alvogen og undir hans forystu sem stjórnarformaður og forstjóri óx það úr því að vera verktaki í framleiðslu í eitt af stærstu alþjóðlegu samheitalyfjafyrirtækjunum. Róbert er jafnframt einn af stofnendum og stjórnaformaður Aztiq Group. Hann er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Alvotech.