Alvotech hefur rannsókn á lyfjahvörfum AVT03
Prolia® og Xgeva® (denosumab) eru lyf við sjúkdómum í beinum
Fyrirhugað er að AVT03 verði líftæknilyfjahliðstæða við Prolia® og Xgeva®
Alvotech (NASDAQ og First North Growth: ALVO) hefur hafið rannsókn á lyfjahvörfum AVT03 (denosumab), fyrirhugaðri líftæknilyfjahliðstæðu við Prolia® og Xgeva®. Rannsóknin mun bera saman lyfjahvörf, öryggi og þolanleika AVT03 og Prolia, í heilbrigðum karlmönnum.
Prolia (denosumab) er notað til meðferðar við beinþynningu eftir tíðahvörf hjá konum og við beintapi hjá körlum og konum sem eru í aukinni hættu á beinbrotum. Xgeva (denosumab), sem er sama líftæknilyfið í öðru lyfjaformi, er gefið til að fyrirbyggja einkenni frá beinum, svo sem sjúkleg beinbrot hjá fullorðnum með langt gengna illkynja sjúkdóma sem tengjast beinum. Það er einnig gefið til að meðferðar við risafrumuæxli í beinum. Á síðasta ári námu samanlagðar tekjur af sölu Prolia og Xgeva um 730 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda lyfjanna.
Joseph McClellan, rannsóknarstjóri AlvotechÞessi hraði framgangur okkar í lyfjaþróun sýnir glögglega þá afkastagetu sem Alvotech hefur byggt upp á sviði líftæknilyfjahliðstæða. Nýjasta áfanginn í AVT03 verkefninu er hluti af fyrirætlunum okkar um að stuðla að bættum lífsgæðum með auknu aðgengi að hagkvæmari líftæknilyfjum.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Alvotech.