Alvotech leggur áherslu á sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð (ESG)

Starfsemin var kolefnishlutlaus árin 2020 og 2021 að teknu tilliti til fyrsta og annars stigs losunar

Alvotech hefur birt gögn um mælikvarða tengda árangri í umhverfismálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum (e. ESG) fyrir árin 2020 og 2021. Upplýsingar um þessa mælikvarða eru nú aðgengilegar á sérstöku vefsetri sem er hluti af heimasíðu fyrirtækisins, á slóðinni www.alvotech.com/corporate-sustainability.

Þar sem heilbrigðiskerfi heimsins þurfa að takast á við að draga úr kostnaði við meðferð með líftæknilyfjum þá teljum við að áhrif líftæknilyfjahliðstæðna á samfélagið verði afar jákvæð á komandi árum. Auk þess gefur framleiðsla og útflutningur frá Íslandi Alvotech umtalsvert forskot alþjóðlega, þar sem við getum byggt á nýtingu endurnýjanlegra auðlinda og sterkri umgjörð á sviði sjálfbærni og samfélagsábyrgðar.

Róbert Wessman, stofnandi og starfandi stjórnarformaður Alvotech

Rík áhersla sett á sjálfbærni

Líftæknihliðstæðulyf hafa sömu klínísku virkni og líftæknilyf en bjóða sjúklingum og greiðendum lyfja ódýrari kost fyrir sömu meðferð. Líftæknilyfjahliðstæður geta því aukið aðgengi að meðferðarúrræðum sem geta bætt lífsgæði sjúklinga og stuðlað að aukinni sjálfbærni í rekstri heilbrigðiskerfa.

Öll raf- og varmaorka í höfuðstöðvum Alvotech í Reykjavík er af endurnýjanlegum uppruna. Í höfuðstöðvunum er sérhæft nýsköpunarsetur þar sem líftæknilyfjahliðtstæður eru framleiddar. Þar er einnig stór hluti aðstöðu til rannsóknar- og þróunar í Reykjavík. Höfuðstöðvarnar eru vel búnar á öllum stigum framleiðslu líftæknilyfjahliðstæða og verða með getu til að anna útflutningi til allra markaðssvæða erlendis.

Með því að birta þessi gögn sýnum við með skýrum hætti hversu ríka áherslu við setjum á sjálfbærni. Við teljum að með því að setja skýr markmið á þessu sviði verðum við betri samstarfsaðili og framleiðandi. Það styrkir reksturinn enn frekar.

Mark Levick, forstjóri Alvotech

Sjálfbærnimál heyra nú undir Ming Li, framkvæmdastjóri stefnumótunar hjá Alvotech. Ming mun vinna náið með framkvæmdastjórn og stjórn fyrirtækisins til að samræma stefnu og útfærslu á verkefnum á þessu sviði.

Helstu áfangar sem lokið er fram að þessu:

  • Greining á mikilvægi og áhættu í samanburði viðsambærileg fyrirtæki,
  • Skipulag gagnaöflunar og birtingar á mælikvörðum fyrir árin 2020 og 2021.
  • Kolefnishlutleysi náð (fyrsta og annars stig losunar).
  • Jafnlaunastefna og útgáfa árlegrar jafnréttisskýrslu innleidd frá árinu 2021.
  • Árleg könnun á viðhorfi starfsfólks innleidd frá árinu 2020.
  • Bættir stjórnarhættir með innleiðingu margs konar reglna fyrir starfsmenn félagsins eins og til dæmis stefnu um siðareglur í viðskiptum, jafnfrétti, reglur gegn áreiti eða einelti á vinnustað og fleira.
  • Bætt kynjahlutfall í stjórn.
  • Gengið til liðs við United Nations Global Compact.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Alvotech.