Aztiq opnar skrifstofu í London

„Sérstaklega farsælt ár,“ segir Róbert Wessman

Skrifstofan gagnast þeim félögum sem Róbert Wessman leiðir

Róbert Wessman, stofnandi Aztiq, opnaði formlega nýja og glæsilega skrifstofu í viðskiptahverfinu Hammersmith í Lundúnum þann 17. nóvember 2021. Skrifstofan er hugsuð sem miðlægur fundarstaður og vinnusvæði fyrir starfsfólk fyrirtækja i eignasafni Aztiq, meðal annars Alvo félaganna en öll félögin eru sérhæfð og einstök lyfjafyrirtæki, hvert á sínu sviði. Þá kemur nýja skrifstofan til með að nýtast fyrir stjórnarfundi og aðra fundi tengda félögunum þar sem Lundúnir er nokkuð miðsvæðis með tilliti til þeirra markaða sem félögin starfa á.

Í opnunina mættu fjárfestar, stjórnarmenn, leiðtogar Aztiq, samstarfsfólk, viðskiptavinir, starfsmenn íslenska sendiráðsins í London, blaðamenn og starfsfólk Alvo félaganna ásamt fleirum.

„Árið hefur verið okkur alveg sérstaklega farsælt og því er ánægjulegt að geta opnað skrifstofu þar sem við getum hist og unnið saman að bjartri framtíð félaganna óháð því hvar í heiminum við störfum.“

Sagði Róbert Wessman við opnunina.

Eignasafn Aztiq í lyfjageiranum saman stendur af hlut í fyrirtækjum sem Róbert Wessman leiðir og setti á fót ástamt samstarfsfólki og fjárfestum. Félög eins og Alvotech, sem er líftæknilyfjafyrirtæki með höfuðstöðvar í Reykjavík, samheitalyfjafyrirtækið Alvogen sem er með höfuðstöðvar í Bandaríkjunum., Adalvo sem er alþjóðlegt B2B fyrirtæki, samheitalyfjafyrirtækið Lotus í Austur-Asíu og Almatica sem er sérhæft lyfjafyrirtæki í eigu Alvogen US.