Góður rekstur Lotus heldur áfram

Sterk byrjun á árinu 2022

Nettósala samstæðunnar nam 3.161 milljón NTdala á fyrsta ársfjórðungi

Alþjóðlega lyfjafyrirtækið Lotus Pharmaceutical hefur skilað inn fyrsta ársfjórðungs uppgjöri sínu en uppgjörinu lauk 31. mars 2022. Árangurinn lætur ekki á sér standa og er framar vonum stjórnenda fyrirtækisins. Nettósala samstæðunnar nam 3.161 milljónum NTdala, sem er 12,8% vöxtur miðað við síðasta ársfjórðung. Þá heldur Asíumarkaður áfram að vera traustur grunnur fyrir viðskipti og eykst salan um 1,4% ársfjórðung fyrir ársfjórðung (QoQ), fer í 1.704 milljónir NTdala með stöðugri sölu á lykilvörum, þar á meðal á sviði krabbameinslækninga í Kóreu, Taívan og Tælandi. Að sama skapi jókst útflutningur fyrirtækisins um 30,7% og rekstrarhagnaður jókst um 58,7% frá síðasta ársfjórðungi.

Hagnaður á hvern hlut á fyrsta ársfjórðungi var 1,72 NTdala sem er 70,6% aukning samanborið við síðasta ársfjórðung og er það næsti hæsti hagnaður á einum ársfjórðungi í sögu Lotus.

Við erum mjög ánægð með sterka byrjun ársins 2022 sérstaklega eftir 2021 sem var farsælasta árið í sögu Lotus. Allar rekstrareiningar stóðu sig mjög vel og við erum fullviss um að Lotus sé í mjög sterkri stöðu til að ná markmiðum sínum fyrir 2022 þrátt fyrir ókyrrð af völdum á mörkuðum vegna endurkomu COVID-19 í sumum Asíulöndum sem og vaxandi óvissu af hagkerfi heimsins.

Petar Vazharov, framkvæmdastjóri Lotus

Nánar er hægt að lesa um ársfjórðungsuppgjör Lotus á heimasíðu félagsins.