Lotus eykur hlut sinn í Alvogen í Bandaríkjunum

Lotus Pharmaceuticals tilkynnti að stjórn þess hefði samþykkt að nýta kauprétt sem fylgdi fyrri fjárfestingu félagsins í Alvogen Pharma Limited („Alvogen Pharma“) til að fjárfesta að fullu, með sömu skilmálum, í forgangshlutabréfi sem gefið er út af New Alvogen Group Holdings, Inc., dótturfélagi Alvogen Pharma að fjárhæð 25 milljónir Bandaríkjadala.

Lotus tók þátt í að safna samtals 140 milljónum Bandaríkjadala, í samstarfi við Oaktree Capital Management, Benefit Street Partners og Alvogen Lux Holdings, í lokaumferð hlutafjárútboðs fyrir Alvogen US. Samkvæmt skilmálum útgáfunnar ber forgangshlutafé að minnsta kosti 18% arð á ári fyrstu 3 árin og Lotus er hvenær sem er heimilt að breyta forgangshlutabréfinu að viðbættum áföllnum arði í almenna hluti á fyrirfram umsömdum föstu verð.

Byggt á þessari fjárfestingu, þegar hún er fullnustuð, mun Lotus ásamt Aztiq ná verulegum áhrifum innan Alvogen US. Alvogen US hefur verið einn mikilvægasti viðskiptavinur Lotus síðan 2015.

Þetta er stefnumótandi fjárfesting sem styrkir núverandi samstarf okkar við Alvogen US. Lotus og Alvogen US hafa þegar náð miklum árangri með fyrstu samstarfsvöruna Buprenorphine/Naloxone Film sem kom á markað árið 2019 og er nú í forystu á bandarískum markaði.

Petar Vazharov, forstjóri Lotus

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Lotus.