Lotus semur um einkarétt á nýju krabbameinslyfi í Asíu
Lotus Pharmaceuticals (1795:TT, „Fyrirtækið“) hefur tilkynnt að það hafi gert einkaleyfissamning við bandarískt lyfjafyrirtæki um sölu og markaðssetningu á nýsköpunarlyfi sem ætlar er til meðferðar við mergæxli. Lotus verður ábyrgt fyrir því að sækjast eftir markaðsleyfi í Kóreu og öðrum lykillöndum Asíu, þar á meðal Filippseyjum og Víetnam, og hefur einkarétt á að markaðssetja vöruna. Petar Vazharov, framkvæmdastjóri Lotus, sagði við þetta tækifæri: „Við erum mjög spennt fyrir þessu samstarfi, sem er í takt við framtíðarsýn Lotus um að bjóða upp á nýstárlegar og sjúklingamiðaðar meðferðir fyrir sjúklinga á Kyrrahafssvæðinu í Asíu.“
Hann segir Lotus leggja áherslu á að byggja upp sterkt safn lyfja.
Tíðni mergæxla fer vaxandi í Asíulöndum og krefst þægilegri og öruggari valkosta fyrir sjúklinga. Lotus býr yfir mikilli sérfræðiþekkingu í þróun og markaðssetningu krabbameinslyfja. Þetta lyf kemur til með að styrkja enn frekar eignasafn okkar á sviði krabbameins- og blóðsjúkdómalyfja.
Lyfið er ætlað fyrir mergæxli, tegund blóðkrabbameins sem hefur þróast eftir fyrstu meðferðarlínu. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Lotus.