Lotus setur Lenalidomide hylki, samheitalyf Revlimid®, á markað í Bandaríkjunum

Lotus Pharmaceutical (Lotus, Taiwan TWSE auðkenni: 1795), sem alþjóðlegt lyfjafyrirtæki, hefur sölu í Bandaríkjunum á Lenalidomide hylkjum (lenalidómíð), í 5mg, 10mg, 15mg og 25mg styrkleika, (samheitalyf Revlimid®).

Í framhaldi af árangursríkri markaðssetningu og sölu á lyfinu í 14 löndum víðsvegar um Evrópu fyrr á þessu ári verða Lotus Lenalidomide hylkin nú fáanleg í Bandaríkjunum. Það er mikilvægur áfangi fyrir Lotus en fyrirtækið stefnir á að verða leiðandi í sölu krabbameinslyfja í heiminum.

Við erum svo stolt af því að geta hafið sölu á Lenalidomide hylkjum í Bandaríkjunum. Með þessum árangri er Lotus svo sannarlega orðinn leiðandi í sölu krabbameinslyfja í heiminum og hefur sýnt það og sannað að fyrirtækinu er alvara með að auka aðgengi að ódýrari lyfjum fyrir sjúklinga um allan heim. Ég vil þakka starfsfólki Lotus og Alvogen í Bandaríkjunum fyrir frábært samstarf og framkvæmd í öllu ferlinu, allt frá þróun og framleiðslu til markaðssetningar og sölu.

Róbert Wessman, stjórnarformaður Lotus

Lotus, í gegnum eigið viðskiptanet og í samstarfi við önnur fyrirtæki, er á góðri leið með að setja Lenalidomide hylki á markað í meira en 90 löndum en markmiðið er að það náist 2024.

Lenalidomide hylki er fyrsta krabbameinslyfjavara Lotus sem er fullþróuð og framleidd í verksmiðjum okkar í Taívan. Það er einnig fyrsta alþjóðlega varan okkar sem er í sölu í meira en 90 löndum. Við höfum þegar sett vöruna á markað í 42 löndum, þar á meðal flestum helstu Evrópulöndum og nú í Bandaríkjunum. Lotus heldur áfram að fylgja þeirri stefnu sinni að bæta líf fólks. Það gerum við m.a. með því að framleiða og þróa samheitalyf og auka þannig aðgengi fólks um heim allan að krabbameinslyfjum til inntöku á viðráðanlegu verði.

Petar Vazharov, forstjóri Lotus

Lenalidomide hylki (Lenalidómíð) eru notuð til að meðhöndla fullorðna sjúklinga með:

  • Mergæxli (Multiple myeloma, MM) - þá ásamt dexametasóni
  • Mergmisþroskaheilkenni (Myelodysplastic syndrome -MDS) með brottfalli á litningi 5q.

Athugið

  • Lenalidomide hylki ætti ekki að nota til meðferðar á sjúklingum með langvarandi eitilfrumuhvítblæði (CLL).
  • Ekki er vitað hvort lenalídómíð hylki séu örugg og áhrifarík hjá börnum.

Vinsamlegast lesið mikilvægar öryggisupplýsingar um lyfið á vefsíðu Lotus.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíður Lotus.