Markaðsleyfi veitt fyrir AVT02, líftæknilyfjahliðstæðu Alvotech við Humira, í Ástralíu

Eykur aðgengi að hagkvæmu adalimumab í háum styrk í Ástralíu

Alvotech (First North: ALVO) hefur tilkynnt að lyfjastofnun Ástralíu hafi veitt Cipla Australia Ptyu Ltd („Cipla“) markaðsleyfi fyrir AVT02, líftæknilyfjahliðstæðu við Humira (adalimumab) í háum styrk.

Líftæknilyfjahliðstæða Alvotech við Humira (adalimumab) er leyfð til markaðssetningar í Ástralíu í áfylltri sprautu og áfylltum lyfjapenna, sem hannaður var með þægindi sjúklinga í huga. Í Ástralíu verður líftæknilyfjahliðstæðan markaðssett undir heitunum Ciptunec og Ardalicip.

Við erum afar ánægð að hafa hlotið markaðsleyfi í Ástralíu, eftir að lyfið hlaut markaðsleyfi og er þegar komið í sölu í fjölmörgum ríkjum Evrópu og í Kanada. Þar sem markmið okkar er að bæta aðgengi að hagstæðum líftæknilyfjum, fögnum við þessum áfanga.

Mark Levick, forstjóri Alvotech

Fyrsta líftæknilyfjahliðstæðan í samstarfi Alvotech og Cipla

Þetta er fyrsta líftæknilyfjahliðstæðan í samstarfi Cipla og Alvotech sem hlýtur markaðsleyfi, entilkynnt var um samning fyrirtækjanna í júlí 2019.Í nóvember 2020bættu fyrirtækin samstarfi í Suður Afríku við fyrri samning ogí janúar 2021gerðu þau viðbótarsamning um samstarf í Ástralíu og Nýja Sjálandi, sem náði til fjögurra annarra líftæknilyfjahliðstæða sem Alvotech er með í þróun og geta nýst í meðferð við sjálfsónæmis-, augn- og beinsjúkdómum auk krabbameins.

Það er mikilvægt skref í samstarfi Cipla og Alvotech að fyrsta líftæknilyfjahliðstæðan hafi nú hlotið markaðsleyfi. Við hlökkum til að geta aukið umsvif okkar á markaði fyrir líftæknilyfjahliðstæður með því að bæta aðgengi að hagkvæmu adalimumab í háum styrk fyrir sjúklinga í Ástralíu.

Nishant Saxena, forstjóri alþjóðlegrar starfsemi Cipka í Evrópu og á nýmörkuðum.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Alvotech.