Samruni Alvotech og Oaktree samþykktur

Stefnt að skráningu á NASDAQ

Samruni við Alvotech var samþykktur á hlutahafafundi Oaktree Acquisition Corp. II í dag og stefnt er að því að hann taki gildi 15. júní. Í kjölfarið geta viðskipti með hlutabréf Alvotech undir heitinu „ALVO“ hafist á Nasdaq markaðnum í New York 16. júní.

Einnig hefur Nasdaq OMX staðfest að viðskipti með bréf félagsins geti hafist á First North Growth markaðnum á Íslandi þann 23. júní, eftir formlega staðfestingu á skráningarlýsingu félagsins.

Hluthafafundur í sérhæfða yfirtökufélaginu Oaktree Acquisition Corp. II („OACB“) samþykkti í dag samruna við Alvotech S.A. og Alvotech. Gert er ráð fyrir að samrunanum ljúki formlega 15. júní, að öllum öðrum skilyrðum uppfylltum. Hlutabréf í Alvotech verða þá tekin til viðskipta á NASDAQ markaðnum í New York 16. júní. Einnig er gert ráð fyrir að viðskipti með hlutabréf Alvotech geti hafist á Nasdaq First North Growth markaðnum í Reykjavík 23. júní. Á báðum mörkuðum verða hlutabréfin auðkennd „ALVO“.

Þetta eru afar spennandi skref fyrir Alvotech teymið, samstarfsaðila okkar og alla þá sem vilja stuðla að auknu framboði líftæknilyfja sem uppfylla ítrustu kröfur og lækka kostnað heilbrigðiskerfisins. Frá stofnun fyrirtækisins fyrir áratug höfum við helgað krafta okkar því að bæta aðgengi að meðferðarúrræðum sem geta gjörbreytt lífsgæðum sjúklinga.

Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður Alvotech

Alvotech er að stíga inn á hlutabréfamarkað einmitt þegar heilbrigðisþjónusta um allan heim stendur á miklum tímamótum, þar sem kröfur um aukið aðgengi og lægri kostnað verða sífellt háværari. Við erum einstaklega stolt af því að fá að starfa með félagi sem getur í senn bætt líf sjúklinga og aukið sjálfbærni heilbrigðiskerfisins. Við hlökkum til að starfa áfram með Alvotech teyminu og stuðla þannig að því að fyrirtækið nái því markmiði að verða leiðandi fyrirtæki á sviði líftæknihliðstæðulyfja á öllum helstu mörkuðum heimsins.

Zaid Pardesi, framkvæmdastjóri hjá Oaktree, fjármálastjóri og stjórnandi samrunafélagsins Oaktree Acquisition Corp II

Nánar er fjallað um samrunan á heimasíðu Alvotech.