Samstarfsaðili Alvotech sækir um markaðsleyfi fyrir fyrstu líftæknilyfjahliðstæðuna í Japan
Alvotech (NASDAQ First North: ALVO) tilkynnti í dag að samstarfsaðili þess, Fuji Pharma Co., Ltd. (“Fuji”), hefur sótt um markaðsleyfi fyrir fyrstu líftæknilyfjahliðstæðuna sem fyrirtækin þróa, til japanska heilbrigðis-, atvinnu- og velferðarráðuneytisins. Umsóknin er í samræmi við samningi fyrirtækjanna um einkarétt Fuji til að selja lyf Alvotech í Japan.
Sérleyfissamningur Fuji við Alvotech var gerður í nóvember 2018 og síðar uppfærður í desember 2020 og febrúar s.l. Hann nær nú til alls sex líftæknilyfjahliðstæða sem verða þróaðar og framleiddar af Alvotech og markaðssettar af Fuji í Japan.
Róbert Wessman, stofnandi og starfandi stjórnarformaður AlvotechÉg óska félögum okkar hjá Fuji til hamingju með þennan mikilvæga áfanga. Við deilum þeirri sýn að auka þarf aðgengi sjúklinga að bráðnauðsynlegum líftæknilyfjum og í sameiningu höfum við alla burði til að svara ört vaxandi spurn eftir líftæknilyfjahliðstæðum í Japan.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Alvotech.