Sterk stjórn og þrír nýir stjórnarmenn í stjórn Lotus

Lotus lauk í dag aðalfundi 2022 og samþykkti allar tillögur stjórnar, þar á meðal úthlutun á reiðufé upp á NT$1,93 á hlut til hluthafa. Þrír nýir stjórnarmenn voru skipaðir af AEMH á fundinum. Það styrkir stjórnina verulega enda er stjórnin nú skipuð fólki sem býr yfir mikilli reynslu af iðnaði og er með tengsl víða um heim. Stjórnin er því í afar sterkri stöðu til að sjá tækifæri til vaxtar og þróunar fyrir Lotus sem stefnir á að verða leiðandi á heimsvísu.

Lotus Pharmaceuticals Co., Ltd. („Lotus“ eða „Fyrirtækið“, TWSE auðkenni: 1795), fjölþjóðlegt lyfjafyrirtæki, hélt í dag aðalfund sinn 2022 í Taipei. Auk þess að samþykkja allar ályktanir sem lagðar voru til atkvæðagreiðslu, sem fólu í sér úthlutun í reiðufé upp á 1,93 NT$ á hlut, kusu hluthafarnir þrjá stjórnarmenn til viðbótar sem tilnefndir voru af stjórn félagsins.

Öll búa stjórnarmennirnir yfir mikilli reynslu og öflugri sérfræðiþekkingu á þeim sviðum sem þau hafa komið að.

Yves Hermes hefur starfað í Asíu síðan 2000, stýrt Zuellig Pharma Taívan, Tælandi og starfað sem svæðisstjóri fyrir Suðaustur-Asíu hjá Zuellig Pharma International Services áður en hann stofnaði sitt eigið ráðgjafafyrirtæki í heilbrigðisþjónustu árið 2021.

Oranee Tangphao-Daniels hefur meira en 30 ára reynslu í lyfjaiðnaðinum. Hún er nú yfirlæknir hjá Antiva Biosciences, nýju staðbundnu lyfjaþróunarfyrirtæki sem leggur áherslu á forkrabbameinsskemmdir af völdum HPV.

Phannalin Mahawongtikul er framkvæmdastjóri fjármálasviðs PTT Public Company Ltd. Hún er einnig meðlimur í áhættustýringarnefnd Thai Oil Public Company Ltd.

Með þátttöku nýju stjórnarmanna þriggja verða stjórnarmenn Lotus nú ellefu og af þeim eru þrír óháðir stjórnarmenn. Þá er stjórnin skipuð fólki með fjölbreyttan starfsgrunn og reynslu.

Það er mikill heiður að fá inn fólk með viðamikla og fjölbreytta starfsreynslu til að leiða fyrirtækið í átt að næsta áfanga í þróun fyrirtækisins. Með því að nýta sterka sérfræðiþekkingu allra stjórnarmanna er Lotus nú í frábærri stöðu til að verða leiðandi í alþjóðlegum lyfjaiðnaði.

Róbert Wessman, stjórnarformaður Lotus

Nýja stjórnin mun aðstoða Lotus enn frekar við að ryðja brautina fyrir svæðisbundna stækkun í Austur-Asíulöndum og styðja vel við núverandi stefnu Lotus. Það ýtir undir vöxt fyrirtækisins og skapar ný tækifæri, reynslu og fjármagn.

Frekari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Lotus.