Samstarfssamningur Zentiva og Adalvo framlengdur

Strykja úrvalið á lyfjum við öndunarfæra-, miðtaugakerfa- og húðsjúkdómum

Adalvo hefur tilkynnt að þeir hafi framlengt stefnumótandi samstarf sitt við Zentiva og undirritað leyfissamning fyrir lyf við öndunarfæra- miðtaugakerfa- og húðsjúkdómum á Evrópumarkaði.

Við erum ánægð með að bæta enn frekar vöruframboð okkar með stuðningi samstarfsaðila eins og Adalvo með nýjum lyfjum. Þetta mun styðja okkur í því að ná markmiðum okkar um að útvega hágæða og hagkvæm lyf til fólks í Evrópu og víðar. Í samstarfi við lækna, lyfjafræðinga, heildsala, eftirlitsaðila og heilbrigðisyfirvöld tryggjum að fólk fái betri aðgang að heilbrigðisþjónustu.

Sona Porubska, yfirmaður fyrirtækjamála og stefnumótandi sérleyfa hjá Zentiva

Við erum ánægð með að styrkja enn frekar samstarf okkar við Zentiva, einn af stærstu fjölþjóðlegu lyfjafyrirtækjum í Evrópu. Löng saga okkar um samstarf ásamt ótrúlegri markaðssetningargetu Zentiva, mun tryggja að fjölbreytt lyfjaúrval okkar nái til fleiri sjúklinga um alla Evrópu.

Anil Okay, forstjóri Adalvo

Nánari upplýsingar má finna á ensku á heimasíðu Adalvo.