Alvogen

Lyfjaframleiðsla

Markmið

Að auka aðgengi fólks um allan heim að hágæða lyfjum á lægra verði

Alvogen er alþjóðlegt lyfjafyrirtæki sem leggur áherslu á þróun, framleiðslu og sölu samheitalyfja, lausasölulyfja og líftæknilyfja um allan heim. Markmið félagsins er að bjóða hágæða lyf á lægra verði og draga þannig úr kostnaði í heilbrigðisstarfsemi. Hjá fyrirtækinu starfa um 1.700 manns um allan heim.

Alvogen var stofnað á Íslandi árið 2010 og hefur vaxið stöðugt síðan þá. Starfsemin byggir á traustum grunni og dótturfélög Alvogen eiga sér langa sögu. Róbert Wessman er forstjóri og stjórnarformaður Alvogen og stór hluti lykilstjórnenda samstæðunnar eru Íslendingar. Skrifstofur Alvogen á Íslandi eru að Smáratorgi 3 í Kópavogi.

Vöruúrval Alvogen samanstendur af breiðu úrvaldi af lyfjum til meðferðar á sjúkdómum á borð krabbamein, hjarta- og æðasjúkdóma, öndunarfærasjúkdúma, taugasjúkdóma og meltingarfærasjúkdóma.

Alvogen er staðráðið í að verða ákjósanlegur samstarfsaðili á alþjóðavettvangi og framtíðarsýn þess er skýr. Markmiðadrifin menning og hvatning til að vinna að markmiðum sem skiptir máli er nauðsynleg fyrir velgengi fyrirtækisins. Starf Alvogen snýst nefnilega ekki bara um að auka veltu og hagnað heldur fyrst og fremst að auka lífsgæði fólks og vera í fararbroddi á sínu sviði.

Félagsleg ábyrgð er eitthvað sem er hluti af markmiðsyfirlýsingu Alvogens sem fyrirtækis og er mjög stór hluti af því hvernig starfsfólkið hugsar og hvert það er. Starfsfólkið trúir því að saman geti það notað kraft vörumerkisins til að stuðla að jákvæðum gildum og hvert og eitt geti stuðlað að því að gera þennan heim að betri og sjálfbærari stað og hafa þannig áhrif á það samfélag sem það býr í.

Markmið Alvogen er að auka aðgengi fólks um allan heim að hágæða lyfjum á lægra verði og bæta þannig líf og heilsu fólks um allan heim.

Norwich

Dótturfélag Alvogen US

Norwich Pharma er framleiðandi og deifingaraðili lyfseðilsskyldra- og lausasölulyfja. Fyrirtækið byggir á sterkum grunni en það hefur verið starfrækt í um 130 ár og hefur á þeim tíma byggt um einstakt orðspor um áreiðanleika. Starfsfólk Norwich leitast við það á hverjum einasta degi að framleiða hágæðavöru, skila hagnaði og vera fyrsta val viðskiptavina.

Norwich nýtir nýstárlegar lausnir og er þekkt fyrir að afhenda gæðavöru sem uppfyllir ströngustu skilyrði. Til að ná þeim árangri notast Norwich við háþróaða tækni sem gerir það að verkum vöruframboð Norwich er áreiðanlegt. Norwich hefur fyrir margt löngu sannað að framleiðslan uppfyllir allar kröfur eftirlitsstofnana um allan heim með góðum árangri, þar á meðal FDA, EMA og ANVISA.

Norwich er dótturfélag Alvogen US. Alvogen er alþjóðalegt lyfjafyrirtæki sem leggur áherslu á þróun, framleiðslu og sölu samheitalyfja, lausasölulyfja og líftæknilyfja um allan heim. Markmið Alvogen er að auka aðgengi fólks um allan heim að hágæða lyfjum á lægra verði og bæta þannig líf og heilsu fólks um allan heim.

http://www.norwichpharma.com/