Adalvo

Lyfjaglas í vinnslu

Snjallar viðskiptalausnir og öflugt samstarfsnet

Alþjóðalegt lyfjafyrirtæki

Adalvo er alþjóðlegt lyfjafyrirtæki sem einblínir fyrst og fremst á sölu á þjónustu til fyrirtækja og starfar eftir viðskiptamódeli sem kallast „viðskipti til fyrirtækja“ eða svokallað „business to buisness“ (B2B). Það nýtir snjallar viðskiptalausnir og öflugt samstarfsnet til að ná markmiðum sínum og skilar þannig hágæða vöru og þjónustu til allra samstarfsaðila.

Yfir 100 manns starfa hjá Adalvo og er starfsfólkið með fjölbreytta menntun og þekkingu. Það býr yfir gríðarmikilli þekkingu og reynslu úr lyfjaiðnaðinum og hefur myndað sterkt tengslanet um allan heim. Höfuðstöðvar Adalvo eru á Möltu. Að auki er fyrirtækið með skrifstofur í meira en 15 löndum.

Gífurlegur vöxtur hefur verið á B2B-viðskiptum fyrirtækisins á undanförnum árum og frá stofnun Adalvo hefur fyrirtækið undirritað meira fjölda alþjóða samstarfssamninga. Adalvo leggur sig fram um að aðstoða viðskiptavini sína við að ná markmiðum sínum og er eina fyrirtæki sinnar tegundar sem getur boðið upp á eins fjölbreytt úrval hágæða lyfja og raun ber vitni.

Einkunnarorð Adalvo er „Always on Target“ sem stendur fyrir þann metnað sem einkennir og drífur fyrirtækið áfram. Starfsfólk Adalvo er óhrætt við að takast á við hinar ýmsu áskoranir, stendur við loforð sín til viðskiptavina og styður þannig við áframhaldandi vöxt Adalvo.

Nafnið Adalvo kemur úr latínu. Það saman stendur af orðunum Ad sem þýðir ,,gagnvart” eða ,,í átt að” og orðsins Alvo sem þýðir ,,markmið”. Alvo þýðir einnig ,,framúrskarandi” sem endurspeglar þá skuldbindingu fyrirtækisins að bjóða ávallt upp á vörur og þjónustu í hæsta gæðaflokki.

https://www.adalvo.com/