Einn af stofnendum Aztiq

Árni Harðarson

Fjármögnun og samningsgerð.
Hluthafi í Aztiq frá stofnun félagsins, lögfræðingur að mennt og aðstoðarforstjóri Alvogen Group.

Árni Harðarson

Leiðandi í uppbyggingu og fjármögnun

Helstu verkefni eru fjármögnun og samningsgerð auk almennra stjórnarstarfa.

Árni Harðarson hefur verið hluthafi í Aztiq frá stofnun félagsins. Árni er lögfræðingur að mennt og er aðstoðarforstjóri Alvogen Group og situr í stjórn Alvogen.

Áður en Árni hóf störf hjá Alvogen starfaði hann hjá Deloitte á Íslandi þar sem hann var yfirmaður skatta- og lögfræðisviðs. Árni gekk til liðs við Actavis árið 2005 og hefur æ síðan starfað náið með Róberti Wessman.

Árni hefur frá því hann hóf störf hjá Alvogen verið leiðandi í uppbyggingu fyrirtækisins og fjármögnun þess. Þá hefur hann tekið virkan þátt í uppbyggingu Alvotech sem og uppbyggingu Aztiq frá upphafi.

Helstu verkefni Árna hjá Aztiq eru fjármögnun og samningsgerð fyrir Aztiq auk almennra stjórnarstarfa í Aztiq félögum samstæðunnar.