Lotus

Sérhæfing í framleiðslu krabbameinslyfja

Ákjósanlegur samstarfsaðili í krabbameinslækningum á alþjóðavettvangi

Lotus er samheitalyfjafyrirtæki á alþjóðamarkaði og er stærsta lyfjafyrirtækið á aðallista kauphallarinnar í Taívan. Það var stofnað árið 1966 og varð hluti af Alvogen árið 2014. Þá var hafist handa við að efla þróunar- og framleiðslugetu fyrirtækisins til að uppfylla þá miklu þörf sem er á krabbameinslyfjum í heiminum.

Lotus státar af bestu rannsóknar- og þróunaraðstöðu Taívan og Kóreu og framleiðslugeta fyrirtækisins er mikil.

Fyrir utan sérhæfingu í framleiðslu krabbameinslyfja framleiðir fyrirtækið samheitalyf við hjartasjúkdómum, nýrnasjúkdómum og sjúkdómum í miðtaugakerfi.

Öll starfsemi Lotus miðar að því að bæta hag sjúklinga, starfsmanna fyrirtækisins og hagsmunaaðila. Það gerir fyrirtækið með því að samræma innri þróun og framleiðslugetu fyrirtækisins og nýta trausta innviði. Aðaláhersla Lotus er í sölu og framleiðslu krabbameinslyfja á markaði sem er ört stækkandi og háður miklum skilyrðum.

Auk höfuðstöðvanna í Taívan þá er Lotus með starfsemi í Kóreu, Taílandi, Víetnam, Singapore og Indlandi og á í öflugu samstarfi við dreifingaraðila í Indónesíu, Mjanmar, Srí Lanka og Bangladess.

Lotus hefur skuldbundið sig til að halda áfram að efla og þróa viðskipti sín á komandi árum og stefnir á að verða leiðandi á heimsvísu í þróun og framleiðslu krabbameinslyfja.

https://www.lotuspharm.com/company