Meðstofnandi Aztiq

Jóhann Jóhannsson

Fjármögnun og samningsgerð

Jóhann Jóhannsson

Hluthafi í félaginu frá upphafi

Leiðandi í uppbyggingu fyrirtækja og fjárfestinga á vegum Aztiq

Jóhann G. Jóhannsson er einn af stofnendum Aztiq og hefur verið hluthafi í félaginu frá upphafi.

Jóhann lauk rekstrarhagfræði frá Háskólanum í Lundi og lauk framhaldsnámi í alþjóðlegri hagfræði í Birmingham í Bretlandi.

Hann hefur víðtæka reynslu af fjármálamarkaðnum meðal annars í fjárfestingum og fjármálum fyrirtækja og hefur áratuga reynslu af gerð alþjóðaviðskiptasamninga.

Jóhann hefur frá því hann hóf störf fyrir Aztiq verið leiðandi í uppbyggingu fyrirtækja og fjárfestinga á vegum Aztiq og tók til að mynda virkan þátt í stofnun Alvogen og Alvotech meðal annars við fjármögnun þeirra.

Helstu verkefni Jóhanns hjá Aztiq eru fjármögnun og samningsgerð fyrir Aztiq auk almennra stjórnarstarfa í Aztiq félögum samstæðunnar.