Einn af stofnendum Aztiq

Róbert Wessman

Róbert markaði sér skýra stefnu snemma á starfsferlinum – að bæta líf fólks og auka aðgengi að lyfjum á viðráðanlegu verði.

Leiðir fjárfestahóp Aztiq

Róbert Wessman er stjórnarformaður og forstjóri Alvogen, auk þess sem hann er stofnandi og stjórnarformaður Alvotech og stjórnarformaður Lotus. Róbert Wessman leiðir fjárfestahóp Aztiq. Aztiq heldur utan um eignarhluti í Alvogen, Alvotech og öðrum alþjóðlegum lyfjafyrirtækjum.

Róbert Wessman markaði sér skýra stefnu snemma á starfsferlinum – að bæta líf fólks og auka aðgengi að lyfjum á viðráðanlegu verði. Með það að augnamiði stofnaði hann og byggði upp ásamt samstarfsfólki samheita- og líftæknilyfjafyrirtæki sem eru leiðandi á heimsvísu. Róbert Wessman er þekktur fyrir þann hæfileika að búa til fyrirtæki frá grunni auk getu sinnar til að láta fyrirtæki vaxa og dafna á ótrúlegan hátt.

Róbert Wessman útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hefur starfað í lyfjageiranum frá því 1999.

Skýr stefna og framtíðarsýn

Samheita- og líftæknilyfjafyrirtæki sem eru leiðandi á heimsvísu.

Árið 1999 var Róbert Wessman ráðinn forstjóri Delta, sem varð síðar að Actavis með sameiningu við Pharmaco, árið 2002. Hann átti stóran þátt í uppbyggingu Actavis, þar sem hann gegndi stöðu forstjóra frá 2002-2008. Actavis var eitt stærsta samheitalyfjafyrirtæki heims í níu ár.

Í starfi hans hjá Actavis styrktist sú sýn Róberts Wessman að bæta aðgengi fólks um allan heim að lyfjum á viðráðanlegu verði. Í því skyni stofnaði hann, ásamt samstarfsfólki og fjárfestum, Aztiq árið 2009. Aztiq sérhæfir sig í fjárfestingum í lyfjaiðnaði og heilsutengdri starfsemi og miðast öll fjárfesting og uppbygging Aztiq við þessa sýn Róberts Wessman.

Sama ár stofnaði Aztiq alþjóðlega samheitalyfjafyrirtækið Alvogen, sem er nú með starfsemi í 20 löndum. Róbert Wessman hefur leitt fyrirtækið sem forstjóri og stjórnarformaður. Alvogen hefur hlotið fjölmörg verðlaun og viðurkenningar innan lyfjaiðnaðarins, þar á meðal verðlaun CPhI sem fyrirtæki ársins. Sem stjórnarformaður og forstjóri leiddi Róbert Wessman Alvogen frá litlu fyrirtæki sem framleiddi lyf fyrir aðra yfir í að vera eitt af 15 stærstu samheitalyfjafyritækjum heims.

Árið 2012 kynnti Róbert Wessman fjárfestum hugmynd sína að líftæknilyfjafyrirtæki sem myndi einbeita sér að samheitalyfjum í þeim geira (biosimilars) og í framhaldinu stofnaði Aztiq líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech.

Uppbygging á Íslandi

Þar sem Róberti Wessman var umhugað um að skapa störf og þekkingu á Íslandi var ákveðið að höfuðstöðvar Alvotech skyldu vera í Vatnsmýri í Reykjavík. Alvotech samtvinnar allt frá eigin rannsóknarstarfi til fullunninnar vöru í hátæknisetri á heimsmælikvarða í Vísindagörðum Háskóla Íslands. Alvotech er með nokkur hliðstæðulyf í þróun sem verða markaðssett þegar einkaleyfi renna út.

Róbert Wessman fluttist til London árið 2020 með fjölskyldu sinni. Þar hefur Aztiq opnað glæsilega skrifstofu í Hammersmith. Skrifstofan í London kemur til með að hýsa skrifstofur fyrir Alvogen, Alvotech, Adalvo, Lotus og Almatica. Þar hafa starfsmenn frá öðrum löndum einnig aðgang að fullbúinni vinnuaðstöðu, en ætlunin er að skrifstofan í London verði miðpunktur fyrir hina fjölbreyttu starfsemi sem Róbert Wessman leiðir.

Gæði í öndvegi

Róbert Wessman og eiginkona hans Ksenia Shakhmanova, deila mikilli ástríðu fyrir víni og víngerð og hófu fyrir fáeinum árum framleiðslu á eigin víni í Bergerac héraði í Frakklandi. Í Chateau de Saint-Cernin er framleitt kampavín sem ber nafnið Wessman One, ásamt rauðvíni og hvítvíni, N°1 Saint-Cernin Rouge og N°1 Saint-Cernin Blanc.

Með ástríðu þeirra fyrir framlagi til nærsamfélagsins, metnaðarfullri viðskiptaáætlun og skýrri framtíðarsýn fyrir vaxtarmöguleika vínekrunnar hefur parið einsett sér að endurmóta og styrkja víngerðarsögu setursins. Með markaðssetningu „Wessman One“ kampavínsins, rauðvínsins „N°1 Saint-Cernin Rouge“ og hvítvínsins „N°1 Saint-Cernin Blanc“ geta allir notið afraksturs vinnusemi þeirra og alúðar.

Drif, hugrekki, traust

Róbert Wessman trúir því að barátta hans við lesblindu í æsku hafi mótað viðhorf hans og beint honum á þá braut að hugsa í lausnum í stað þess að einblína á vandamálin sjálf. Leiðtogahæfileikar Róberts Wessman byggja á lausnamiðuðu viðhorfi hans, bjartsýni og trúnni á að hver sé sinnar gæfu smiður.

Reynsla Róberts Wessman af framkvæmdastjórnun, afburðarþekking hans á lyfjaiðnaði og hæfileiki hans til að setja saman öflug verkefnateymi á heimsmælikvarða eru ástæða vaxtar þeirra verkefna sem hann leiðir.

Undir stjórn Róberts hafa fyrirtæki skilað metvexti og árlegur meðalvöxtur (CAGR) Alvogen hefur verið 32% og 55% hjá Actavis. Auk þess að byggja skilvirka innviði og vinnustaðamenningu sem leggur áherslu á frammistöðu hefur Róbert leitt rúmlega 50 samruna- og samstarfsverkefni og komið upp rekstri í rúmlega 60 löndum. Fyrirtæki hans hafa bæði sýnt mikinn innri og ytri vöxt.

Árangur Róberts Wessman hefur verið greindur í þremur „Case Studies“ hjá Harvard Business School:

Robert Wessman and the Actavis Winning Formula, útgefið í maí 2008.

• Alvogen, útgefið í desember 2015.

Alvogen – Scaling entrepreneurship, útgefið í ágúst 2018.